14.1.2008 | 07:24
Leiðtogar Írans
Stendur ógn af Íran, það er spurning. Íranir eru að þróa kjarnorkuvopn, Það hefur verið mikið í fjölmiðlum. Það segja Bandaríkjamenn og fleiri lönd í heiminum. Hvað er það sem Íranir myndu nota kjarnorkuvopnin í. Nú að eyða ísrael út af kortinu, Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans fór með þau ummæli, að hann vildi Ísrael út af kortinu. Íransforseti virðist vilja halda ófriðinum áfram, og virðist ekkert leggja í það að reyna að koma á friði á milli Ísraela og Palestínumanna. Það er Bush að reyna núna, og hefur sagt að Ísraelskar hersveitir verða að fara úr Arabísku landi.
Ahmadinejad er samt ekki alslæmur þegar það kemur að öðrum hlutum. Hann vildi afnema lög sem banna konum að horfa á íþróttaleiki þar sem karlar spila,hann hafði áður mótmælt þeirri ákvörðun að það ætti að dæma konu, vegna þess að kom á íþróttaleikvang í ósæmandi Hijab(klæðnaður sem múslimaskar konur klæðast). það tókst ekki hjá honum þar sem klerkarnir komu sér upp á móti því. Annar siðavandur klerkur kenndi Ahmadinejad um það að minna væri fylgst með klæðnaði kvenna, Þar sem hann væri ekki strangur á því. Samstarfsfélagar ahmadinejad mótmæltu því núna harðlega apríl 2007 þeirri herferð klerkastjórnarinnar, að fylgjast með klæðnaði kvenna. Hann hefur verið sakaður um ósiðsemi af fólki fyrir að hafa kysst hendi konu opinberlega, sem var fyrri kennari hans.
Mahmoud Ahmadinejad er samt ekki sá maður sem hefur mest völd í Íran, það er maður sem heitir Áyatolláh Ali Khameini, Sem er engu skárri og það er bannað með lögum að móðga hann, og hafa fimm verið kærðir fyrir það. Í Júlí 2007 gagnrýndi khomeini femínista í Íran og ráðstefnu þeirra, sem vildi eyða óréttlæti gagnvart konum, Khomeini sagði: Í okkar landi eru konur og sumir menn að reyna að leika sér með íslömsk lög, til þess að reyna mæta væntingum á alþjóðalegum grundvelli, Þetta er rangt. Khomeini kom með þessi ummæli 2 dögum eftir að feministi í Íran var dæmdur í 34 mánaða fangelsi og 10 svipuhögg fyrir að mótmæla réttindum kvenna. Fyrstu þrjá mánuðina í herferð stjórnvalda gagnvart konum sem virða ekki fullkomlega íslömsk um klæðnað, voru stoppaðar 62,785 konur og 1,837 konur voru handteknar. Khomeini fór líka með þau ummæli að Ísrael væri æxli sem ætti að vera fjarlægt svæðinu.
Khomeini styður ofsóknarnir á baháí trúarfólk og hefur skrifað nokkrar skýrslur sem mæla með skipulögðum aðferðum til að kúga og minnka áhrif bahái'a í Íran( og utanlands. Það ber að líta á það í baha'i trúnni er mjög mikið lagt uppúr jafnrétti kvenna og karla og meira að segja sagt að það eigi að hafa forgang að mennta stelpur í staðinn fyrir stráka, Því þær eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki fyrir mannkynið. Þetta líkar khomeini ekki vel. hann vill halda samfélaginu á miðöld. Khomeini er nú ekki alslæmur heldur. Eftir 11.september 2001 fordæmdi hann hryðjuverkamennina, alla þá sem tengjast hryðjuverkum og öll hryðjuverk sama hvar þau eru gerð.
http://en.wikipedia.org/wiki/Persecution_of_Bah%C3%A1%27%C3%ADs
http://en.wikipedia.org/wiki/Ali_Khamenei
http://en.wikipedia.org/wiki/Bah%C3%A1%27%C3%AD_Faith_and_gender_equality
(http://www.cnn.com/2005/WORLD/meast/10/26/ahmadinejad/)
Íran ógnar öryggi allra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bandaríska leyniþjónustan birti nýlega skýrslu þar sem fram kemur að Íranir hafi fallið frá áætlunum um smíð kjarnorkuvopna fyrir fjórum árum.
Bendi í því sambandi á áhugaverða grein eftir ísraelska friðaraktívistann Uri Avnery um þetta mál, How They Stole The Bomb From us nefnist hún. Slóðin er þessi: http://zope.gush-shalom.org/home/en/channels/avnery/1197157608
Einar Steinn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:59
Afsakið, í ár verða víst fimm ár síðan.
Einar Steinn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:01
Já það er rétt hjá þér, takk fyrir að leiðrétta það. Mjög áhugaverð og vel skrifuð grein sem þú bentir mér á.
Sigurður Árnason, 14.1.2008 kl. 15:05
En það er náttúrulega líka hægt að spurja sig, afhverju fara hafa samt ekki gert hreint fyrir í öllum sviðum og það hafa verið sett spurningamerki við sumt hjá þeim. Leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísrael geta ekki vitað allt sem á sér stað í gangi hjá Írönum, því þeir geta villt fyrir öðrum. Þessir menn í Íransstjórn eru engir vitleysingar.
Sigurður Árnason, 14.1.2008 kl. 15:27
Eins og sagan hefur kennt okkur eru upplýsingar úr ranni CIA ekki þær áræðanlegustu...víðsfjarri því.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.1.2008 kl. 19:30
Já það hafa komið upp mistök, En það er nú samt margt ansi áreiðanlegt. Ég treysti þeim allaveganna betur, en upplýsingum frá mið-austurlandaþjóðunum. En þessar upplýsingar koma nú ekki frá CIA.
Sigurður Árnason, 16.1.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.