Bonzai eða Penjing

Bonzai er trégerðarlist sem upprunninn í Kína á tímum Han veldisins. Hún þróaðist síðan í öðrum Asíulöndum eins og Japan, Kóreu og Víetnam. Fyrst notuðu Japanir litlar útgáfur trjánum sem skreytingar fyrir heimili og garða. Árið sirka 1300 gaf út japanskur munkur að nafni Kokan Shiren út ritgerð sem innihélt grundvallarreglur um Bonzai listina og garðyrkjulist. Elstu Bonzai tré eru að finna í Happo-En í Tókýo og þar er að finna Bonzai tré sem eru allt að 400 til 800 ára gömul. 

 

Bonzai eru ekki smátré upprunalega og það þarf að fikta við rætur trjáa og geyma þau í sérstökum ílátum til að ná þeim smávaxna vexti er þær hafa. Meðferð Trjánna er mismunandi og geta sum þurft stöðuga vökvun , en sum þola það að þorna og sum þola illa of mikla vökvun og getur það valdið til þess að tréið byrji að rotnabrooklyn-bonsai_03.jpg. Flest af hefðbundnu trjánum er haldið utandyra og þau lifa í heittempruðu loftslagi, en margar hafa verið ræktaðar til að hafa geyma innandyra. Bonzai tré er hægt að þróa úr efnivið sem er hægt að fá úr garðyrkjustöðum og sömuleiðis náttúrunni. Það er hægt að móta flest tré er fást í nátturunni, þótt sum henti mun betur til þess en önnur.

Bonzai nafnið á samt bara við japönsku útgáfuna af þessari list. Trélistin er kölluð Penjing í Kína. Þar er finna skóla sem sérhæfa sig í þessari list og þeir hæfustu eru taldir vera í Kína og Japan , þar sem listin á uppruna sinn. Japanir og Kínverjar hafa sína mismunandi heimspeki við þessa list.

Japanskir fagurfræðisheimspekingar hafa þann tilgang að búa til Himnaríki og jörð í einum potti og Bonzai er tjáningarform í Zen búddisma og hún er talin tjá hvernig fortíð, núið, mannkyn og frumefni eru flækt í þessa einstöku aðferð hugleiðslu og tjáningu.  Í Japönsku aðferðinni telja þeir vera að kalla fram undirstöðu andans í plöntunni sem er verið að nota og það er mjög mikilvægt grundvallaratriði að plantan líti náttúrulega út og hún má ekki sýna neitt sem sýnir að við hana hafi verið átt með mannlegum höndum. Það gilda mjög strangar reglur við í gerð trjánna og þær eiga að liggja smá fram og mega í engum tilvikum liggja aftur.

 

Kínverska útgáfan er heitir Penjing sækir eftir ná undirstöðu og anda náttúrunnar í gegnum andstæður. Þessi listiðn er undir áhrifum frá Taoisma, sérstaklega hugtakið Yin og Yang, sem er hugmynd þess að heimurinn stjórnist af tveim andstæðum öflum sem mynda samt heild. Í Penjing garðlistinni er minni áhersla lögð á tæknilega fullkomnum og smágerðir hlutir eins og litlar útgáfur af hofum O.fl tilheyra eingöngu heimi Penjing og það er algerlega útskúfað í Bonzai listinni.

 

 bonsai_full_696105.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg

langar í svona þá veistu hvað ég vil i afmælisgjöf hahahaha

Ingibjörg, 23.10.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband